Runnar
Hafþyrnir
Harðgerður. Þolir vel sjávarloft og seltu, vindþolinn og nægjusamur. Þarf sólríkan vaxtarstað og sendinn jarðveg. Getur sett töluverð rótarskot. Sérbýlisplanta. Verður um 50-200 cm á hæð, eftir aðstæðum. Þarf karl- og kvenplöntu til að fá ber sem eru mjög C-vítamínrík. Bæði karl- og kvenplöntur eru í ræktun
Loðkvistur
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Þurrkþolnari en flestir aðrir kvistir. Útsveigðar greinar, silfruð loðin blöð og rauðir árssprotar. Hentar vel stakstæður eða í þyrpingar. Vel fer á að planta honum ofan við hleðslur. Blómstrar gulhvítum blómsveipum í júlí. Verður um 150-180 cm á hæð og breidd.
Roðaklukkurunni
Þarf skjólsælan og sólríkan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga. Blómin bleik að utanverðu en hvít að innan. Dálítið skriðull. Þrífst best í skjóli og á sólríkum stað en þolir þó ágætlega nokkurn skugga. Blómstrar bleikum keilulaga blómklösum seinnipart sumars. Þolir vel klippingu. Verður um 1-1,5 metrar á hæð og u.þ.b. 1 meter á breidd.