Um okkur

Við leggjum áherslu á að bjóða plöntur sem eru ræktaðar við íslenskar aðstæður og veitum fúslega ráðgjöf við val á plöntum sem henta þér og þínum garði.

Síðan 1986

Gróðrarstöðin Sólskógar var stofnuð árið 1989. Stofnendur og eigendur eru hjónin Gísli Guðmundsson og Katrín Ásgrímsdóttir. Gróðrarstöðin var upphaflega byggð upp í Lönguhlíð á Völlum, Fljótsdalshéraði en var flutt á árunum 1993-1995 og stofnuð sem nýbýli að Kaldá á Völlum.

Upphaflega voru fyrst og fremst ræktaðar trjáplöntur í garða en upp úr 1993 var einnig farið að rækta sumarblóm. Árið 2004 var farið að byggja upp aðstöðu fyrir skógarplöntuframleiðslu. Straumhvörf urðu síðan í rekstrinum þegar Sólskógar keyptu gróðrarstöðina í Kjarnaskógi á Akureyri árið 2007, en þar hefur verið rekin gróðrarstöð síðan árið 1947. Rekstri á Fljótsdalshéraði var hætt árið 2015.

Nú starfa 13 fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu en á sumrin starfa um 30 manns í stöðinni. Gróðurhúsaplass nemur um 6000 m
2 auk öðru eins í útiræktunarsvæðum.


Á sumrin selja Sólskógar sumarblóm, matjurtir, tré og runna úr stöðinni til nærsamfélagsins. Sérhæfing fyrirtækisins er þó í skógarplöntuframleiðslu og eru Sólskógar leiðandi í þeirri ræktun hérlendis.