Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Góður í limgerði þar sem hann er þéttur og þolir vel klippingu. Laufgast snemma. Blá ber í júlí. Greinar árssprota eru grænar. Eldri blátoppur á Akureyri er nær alltaf af þessu yrki. Getur orðið um 2 m á hæð.