Harðgerður, vind- og saltþolinn. Hægvaxta, þéttvaxinn runni. Þolir vel klippingu og hentar vel í lágvaxin limgerði og í formaðar kúlur, verður um 1 m á hæð og breidd. Skrautlegir reklar geta setið lengi á plöntunni. Blöðin líkjast loðvíðiblöðum en eru lensulegri.