Harðgerð, runnavaxin rós. Nýtur sín best í mikilli sól en þolir hálfskugga. Rjómahvít blóm með léttum roða, ilmandi og fyllt, blómstrar snemma sumars, svartar nýpur þegar líður á sumarið. Þyrnirósablendingur sem er ein fyrsta rósin sem blómstrar á sumrin.