Harðgerð. Skuggþolin og þarf gott skjól. Þarf rakan næringarríkan jarðveg. Skógarbotnsplanta. Blómstrar fallega. Hefur ljósblá blóm sem standa vel upp úr þéttum blaðmassa. Verður 40-50 cm á hæð og breidd. Yrkið 'Jack Frost' er blaðfallegra en aðal tegundin. Blöðin gráleit með grænum æðum og mynstri.