Fjölær blóm
Búkollublóm 'Jack Frost'
Harðgerð. Skuggþolin og þarf gott skjól. Þarf rakan næringarríkan jarðveg. Skógarbotnsplanta. Blómstrar fallega. Hefur ljósblá blóm sem standa vel upp úr þéttum blaðmassa. Verður 40-50 cm á hæð og breidd. Yrkið 'Jack Frost' er blaðfallegra en aðal tegundin. Blöðin gráleit með grænum æðum og mynstri.
Körfuburkni
Stór og fyrirferðamikill burkni, um 80-100 cm á hæð. Blöðin raða sér í reglulega körfu eða trekt sem eru einkennandi fyrir tegundina. Blaðfallegur og skuggþolinn en þolir alveg að vera í sól. Kýs helst frjóan jarðveg en er harðgerður. Fellur á haustin við fyrstu frost. Getur skriðið töluvert og gott að gefa honum nægilegt pláss.
Kínasef 'Gracillimus'
Verður um 150-180 cm á hæð og 90-120 cm á breidd. Fær ljósbrún öx. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað. Þarf framræstan, rakan jarðveg. Þolir þurrk og salt þegar hún hefur komið sér fyrir í jarðveginum. 150-180 cm. Skrautgras. Þarf sólríkan vaxtarstað. Salt og þurrkþolin þegar plantan hefur komið sér fyrir.
Sjá meira