Grávingull 'Elijah Blue'

Tegund :   Grávingull 'Elijah Blue'

Latneskt heiti : Festuca cinerea. 'Elilah Blue'

Sígræn grastegund sem getur orðið um 20 cm langt. Yrkið er nær silfur gráblátt á litinn. Myndar einskonar þúfur. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað. Hentar í kanta, steinhæðir og í blómabeð.