Körfuburkni

Tegund :   Körfuburkni

Latneskt heiti : Matteuccia struthioperis

Stór og fyrirferðamikill burkni, um 80-100 cm á hæð. Blöðin raða sér í reglulega körfu eða trekt sem eru einkennandi fyrir tegundina. Blaðfallegur og skuggþolinn en þolir alveg að vera í sól. Kýs helst frjóan jarðveg en er harðgerður. Fellur á haustin við fyrstu frost. Getur skriðið töluvert og gott að gefa honum nægilegt pláss.