Nokkuð harðgerðar plöntur sem henta vel í raðir, stakstæðar eða í blönduð blómabeð. Verða um 75-150 cm á hæð með ýmsa blómliti frá bláu og fjólubláu yfir í bleikt og hvítt. Blómin í þéttum klösum á sterkbyggðum stilk. Blómstrar í ágúst til september og þarf frjóa, raka garðamold.