Fjölær blóm
Athugið að ekki er hægt að tryggja að allar tegundir séu alltaf til.
lat nafn | ísl nafn | |
Acaena microphylla | Hnetuþyrnilauf | Verður um 10 cm há. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta. Rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. |
Acaena saccaticupula | Glitþyrnilauf | 15-20 cm. Fínleg, skuggþolin þekjuplanta. Blárauðleitt lauf, grágrænt að ofan, rauðbrúnir blómkollar í júlí-ágúst. Myndar breiður með tímanum, greinar skjóta rótum. Harðgerð. |
Achillea ptarmica 'The Pearl' | Silfurhnappur | 50-80 cm. Hvítir fylltir smáir hnappar í júlí-september. Falleg í fjölæringabeð. harðgerð. Þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi. Góð til afskurðar. |
Achillea tomentosa 'Aurea' | Gullhumall | Þrífst best í sólríku, hlýju og vel framræstu beði. Þarf skjólgóðan stað. Smágert yrki, 15-20 cm á hæð en þéttvaxið og myndar breiður. Blómstrar i júlí og ágúst. |
Aconitum carmichaelii 'Arendsii' | Gljáhjálmur | 100-150 cm. Stórir bláir skúfar í júlí-september. Góð til afskurðar. Safinn í plöntunni er eitraður því þarf að meðhönla hana með varúð. |
Aconitum nepellus 'Newry Blue' | Venusvagn 'Newry Blue' | Harðgerð og skuggþolin. Vex best í næringarríkum jarðvegi. Þolir illa flutning. Góð til afskurðar. Öll plantan er eitruð, sérstaklega rætur. |
Aconitum x cammanum | Fagurhjálmur | Harðgerður og skuggþolinn. Vex best í frjóum jarðvegi. Þolir illa flutning. Góður til afskurðar. Öll plantan er eitruð, sérstaklega rætur. |
Adiantum pedatum | Venushár (Gyðjuhár) | Fínlegur og skuggþolinn burkni sem þrífst vel í frjórri og rakri mold. Stofn og miðstrengur blaða mjög dökkur en laufið fínlegt og ljósgrænt. Fallegur innan um grjót. |
Ajuga chamaepitys | Gullvör | 10-30 cm. Skuggþolin þekjuplanta með langa, skriðula jarðstöngla. Blá blóm í uppréttum skúfum í júlí. Blöð með djúpar æðar. Hentar í steinhæðir og sem undirgróður á skuggsælum stöðum. |
Ajuga reptans 'Atropurpurea' | Dvergavör 'Atropurpurea' | 10-30 cm. Skuggþolin þekjuplanta, Sérstaklega blaðfalleg, laufið purpurarautt, dökkt með rauðu mynstri. Litirnir skærari á þurrum og sólríkum stað. Dökkblá blóm í júlí. Býfluguvæn blóm. |
Alcea 'Radient Rose' | Stokkrós 'Radient Rose' | Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað í næringarríkum jarðvegi. Getur þurft stuðning. Oftast einær eða tvíær hér á landi. Bleik blóm. |
Alcea rosea | Stokkrós | Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað í næringarríkum jarðvegi. Getur þurft stuðning. Oftast einær hér á landi. Nokkur mismunandi yrki á boðstólum. |
Alcea rosea 'Mars Magic | Stokkrós 'Mars Magic' | Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað í næringarríkum jarðvegi. Getur þurft stuðning. Oftast einær hér á landi. Rauð blóm. |
Alcea rosea var. Nigra | Stokkrós - svört | Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað í næringarríkum jarðvegi. Getur þurft stuðning. Oftast einær hér á landi. Svört blóm. |
Alchemilla erythropoda | Dvergmaríustakkur | 15 cm. Gulgræn blóm í júní-júlí. Smágerð útgáfa af garðamaríustakk. Mjög falleg og harðgerð planta. Hentar sem þekjuplanta og í kanta á beðum. |
Alchemilla mollis | Garðamaríustakkur | 30–50 cm. Gulgræn blóm í júní-júlí. Harðgerður, sáir sér. Gott er að þurrka blómin. Mjög góð þekjuplanta, einkum þar sem hún fær nægt pláss. |
Allium schoenophrasum | Graslaukur | Matjurt / kryddplanta. 30-60 cm. Rauðfjólublá blóm í þéttum, hvelfdum, næstum kúlulaga sveip í júní. Léttur framræstur jarðvegur. Bæði blóm og blöð eru æt. |
Angelica archangelica ´Kaldá' | Ætihvönn | 50–180 cm með stóra, hvíta, samsetta blómsveipi í júlí–ágúst. Islensk planta. Sáir sér talsvert og er því varasöm í fjölæringabeð en hentar vel í sumarbústaðalönd og þar sem hún má dreifa sér. Lækningajurt. Hægt að fjarlægja blómin eftir blómgun til að hindra fræmyndun. |
Antennaria dioica | Garðalójurt | Rauð blóm í júní til júlí. 10-20 cm. Harðgerð með grá lauf. Þarf sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi. Hentar vel í kanta og steinhæðir. Sígræn við góð skilyrði. |
Aquilegia caerulea-Hybr. 'McKana Giants´ | Indíánavatnsberi Giants | 40-60 cm. Marglit blóm í júní-ágúst. Þarf vel framræstan jarðveg. Harðgerður. |
Aquilegia caerulea-Hybr. 'Dragon Fly', Mixture | Vatnsberi 'Dragon fly mix' | 40-50 cm. Marglit blóm í júní-ágúst. Harðgerður. |
Aquilegia caerulea-Hybr. 'Koralle' | Indíánavatnsberi 'Koralle' | 50-60 cm. Rauðfjólublá blóm með gulri miðju í júní-ágúst. Harðgerður. |
Aquilegia caerulea-Hybr. 'Red Hobbit' | Indíánavatnsberi 'Red hobbit' | 30-35 cm. Rauð blóm með hvítri og rauðri miðju í júní-ágúst. Harðgerður. |
Aquilegia caerulea-Hybr. 'Songbird Mix' | Indíánavatnsberi 'Songbird mix' | 40-50 cm. Marglit blóm í júní-ágúst. Harðgerður. |
Aquilegia canadensis 'Little Lanterns' | Kanadavatnsberi 'Little Lanterns' | 20-30 cm. Blómstrar á 2. ári. Bleik blóm i júní-ágúst. Harðgerður. |
Aquilegia vulgaris | Skógarvatnsberi (sporasóley) | 40-60 cm á hæð. Harðgerður. Þarf sól eða hálfskugga. Þrífst best í léttum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. Mismunandi blómlitir í bláum, hvítum og fjólubláum tónum. Blómstrar í júní og júlí. |
Aquilegia vulgaris var. stellata plena Barlow-Series 'Barlow Choice Mix' | Skógarvatnsberi 'Barlow Choice Mix' | 70-80 cm. Fyllt, marglit blóm í júní-ágúst. Harðgerður, mjög góður til afskurðar. |
Aquilegia vulgaris var. stellata plena 'Nora Barlow' | Skógarvatnsberi 'Nora Barlow' | Harðgerður. Þrífst best í hálfskugga og skjóli. Þarf rakan jarðveg. Fyllt blóm. Þolir illa flutning. Sáir sér. |
Aquilegia hybrida 'McKana Giants Mix' | Skógarvatnsberi 'McKana Giants Mix' | 40-50 cm. Stór, marglit blóm með óvenju langa sprota. Þrífst best í frjórri mold. |
Arabis blepharophylla 'Rote Sensation´ | Vorskriðnablóm | 15-20 cm. Sterkbleik blóm í maí-júní. Harðgerð. Þarf vel framræstan jarðveg. Myndar fljótt fallegar breiður. Gott í steinhæðir. |
Arabis caucasia 'Compinkie Pinky' | Garðskriðnablóm 'Compinky Pinky' | Mjög nægjusöm planta og myndar fljótt fallegar breiður. Góð í steinhæðir og kantbeð. Sígrænt við góð skilyrði. 10-20 cm, bleik blóm. |
Arabis caucasia 'Pixie Cream'' | Garðskriðnablóm 'Pixie Cream' | Mjög nægjusöm planta og myndar fljótt fallegar breiður. Góð í steinhæðir og kantbeð. Sígrænt við góð skilyrði. 10-20 cm, rjómahvít blóm. |
Arabis caucasia hvítt | Garðskriðnablóm - hvítt | Þrífst vel í þurrum frekar rýrum jarðvegi. Myndar fljótt fallegar breiður. Mjög nægjusöm planta og myndar fljótt fallegar breiður. Góð í steinhæðir og kantbeð. Sígrænt við góð skilyrði. 10-20 cm, hvít blóm. |
Armeria maritima 'Splendens' | Geldingahnappur 'Splendens' | 10-25 cm. Skærbleik blóm í júlí-ágúst, tilvalin til þurrkunar. Harðgerður. Myndar þúfu og er með stólparót. Þolir illa flutning þegar hún hefur komið sér fyrir. Þolir rýran jarðveg. |
Armeria pseudameria 'Ballerina red' | Hafurshnappur | 10-25 cm. Rauð blóm í júlí-ágúst. Meðalharðgerður. Myndar þúfu. Góð í steinhæðir, kanta eða potta. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Hentar í steinbeð. Skyldur íslenska geldingahnappnum. |
Aruncus aethusifolius ´Noble Spirit' | Gemsuskegg 'Noble Spirit' | 15-30 cm, fínleg laufblöð. Hvít lítil blóm í stórum toppum í júlí. Fallegir rauðir haustlitir. Sól eða hálfskugga. |
Aruncus dioicus | Jötunjurt | 1-1,8 m. Stórir rjómahvítir skúfar í júlí-ágúst. Karlplantan er með stærri og þéttari skúfa en kvenplantan. Kvenblómin standa lengur. Harðgert. Frjóan, næringarríkan jarðveg. Góð í hálfskugga. Þolir illa flutning. |
Aster alpinus mixed | Fjallastjarna | 20-25 cm. Hvít, bleik og blá blóm með gulri miðju. Harðgerð. Þarf vel framræstan jarðveg. |
Aster alpinus 'Goliath' | Fjallastjarna 'Goliath' | 20-25 cm. Blá blóm með gulri miðju. Harðgerð. Þarf vel framræstan jarðveg. |
Aster novae-angliae | Lækjastjarna | 120-140 cm. Dökk bleik blóm í september. Góð til afskurðar. |
Astilbe x arendsii hvítt | Musterisblóm - hvítt | Hvít blóm í ágúst- sept, 40-50 cm há. Harðgerð. Þrífst best í hálfskugga á hlýjum stað. Þarf vel rakan og næringarríkan jarðveg. Þolir illa að þorna alveg. Blaðfalleg. |
Astilbe x arendsii - rautt | Musterisblóm - rautt | Rauð blóm í ágúst- sept, 40-50 cm há. Harðgerð. Þrífst best í hálfskugga á hlýjum stað. Þarf vel rakan og næringarríkan jarðveg. Þolir illa að þorna alveg. Blaðfalleg. |
Astilbe x arendsii 'Fanal' | Musterisblóm 'Fanal' | Bleik blóm í ágúst- sept, 40-50 cm há. Harðgerð. Þrífst best í hálfskugga á hlýjum stað. Þarf vel rakan og næringarríkan jarðveg. Þolir illa að þorna alveg. Blaðfalleg. |
Athyrium niponicum 'Metallicum' | Fjöllaufungur 'Metallicum' (lágvaxinn) | Harðgerður lágvaxinn burkni. Þrífst vel í skugga. Þrífst best í rökum jarðvegi en þolir vel nokkurn þurrk. Blöðin með silfruðum málmgljáa. |
Aubrieta x cultorum 'Royal Blue' | Hraunbúi/Breiðublóm 'Royal Blue' | 10-15 cm. Blá blóm um mitt sumar. Myndar breiður. Vill helst þurran jarðveg og hentar vel í steinabeð. Oft skammlif. |
Aubrieta x cultorum'Royal Red' | Hraunbúi/Breiðublóm 'Royal Red' | 10-15 cm. Bleik blóm um mitt sumar. Myndar breiður. Vill helst þurran jarðveg og hentar vel í steinabeð. Oft skammlif. |
Azorella trifurcata | Nálapúði | 5-10 cm. Gul blóm í ágúst. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum jarðvegi. Sígræn þekjuplanta sem myndar þétta þúfu. Hentar í steinhæðir. Mikilvægt að gras komist ekki í hana. |
Bergenia Cordifolia 'Winterglow' | Hjartasteinbrjótur 'Winterglow' | 30-40 cm. Blómin rauð í maí-júní. Harðgerð. Þolir vel hálfskugga. Þrífst best í næringarrríkum og rökum jarðvegi. Sígræn blöð. Fallegir haustlitir. Hentar sem þekjuplanta jafnt á sólríkum sem skuggsælum stað. |
Bergenia Cordifolia 'New Winterflowering' | Hjartasteinbrjótur 'New Winterflowering' | 30-40 cm. Blómin bleik í maí-júní. Sígræn, skuggþolin en fínlegri en ofangreind tegund. Góð í undirgróður sem þekjuplanta. Góð til afskurðar. |
Blechnum Spicant | Skollakambur | Meðalhár burkni (15-35 cm) með sígræn blöð. Sjaldgæfur á Íslandi. Hann vex eingöngu á láglendum svæðum (mest neðan 200 m) þar sem snjóþyngsli eru mjög mikil. Þarf vetrarskýli ef lítið er um snjó. |
Brunnera macrophylla 'Jack Frost' | Búkollublóm 'Jack Frost' | Harðgerð. Skuggþolin og þarf gott skjól. Þarf rakan næringarríkan jarðveg. Skógarbotnsplanta. Blómstrar fallega. Hefur ljósblá blóm sem standa vel upp úr þéttum blaðmassa. Verður 40-50 cm á hæð og breidd. |
Calamargostis acuti. 'Overdam' | Garðahálmgresi | Skrautgras sem blómstrar gulhvítu. Þarf bjartan og hlýjan vaxtarstað. Vill frjóan og rakan jarðveg. Getur staðið yfir vetrarmánuðina og er þá klipptur niður að vori. Blöðin græn með ljósari jaðra. |
Caltha palustris | Hófsóley | 20-50 cm íslensk tegund. Dökkgul blóm í maí, dökkgræn hóflaga blöð. Rakan jarðveg og bjartan stað. Flott við læki og tjarnir en þrífst einnig í venjulegum blómabeðum. |
Campanula glomerata | Höfuðklukka | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst vel í öllum næringarríkum jarðvegi. Hentar í beð og blómaengi. Getur sáð sér töluvert. |
Campanula punctata f. rubriflora | Dröfnuklukka | 20-30 cm. Stórar bleikar lútandi klukkur í júli-ágúst. Mjög skriðul planta. Léttan jarðveg. |
Campanula rotundifolia 'White Gem' | Bláklukka hvít | 15-40 cm. Hvítar lútandi klukkur í júlí-ágúst. Sendinn, léttan jarðveg. Íslensk tegund en yrkið er innflutt. |
Campanula takesimana 'Alba' | Kóreuklukka | 20-25 cm. Stórar mjög ljósbláar eða nær hvítar bjöllur. |
Centranthus ruber var. coccineus | Gyðjustafur | Verður 40-60 cm á hæð og blómstrar í júlí og ágús rauðum blómum í sveip. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað. |
Cerastium biebersteinii | Rottueyra | 20 cm. Hvít blóm í júní-júlí. Skriðul, sígræn, fljótvaxin og myndar breiður með ljósgráum blöðum, þurrkþolin og harðgerð. |
Chelone Lyonii 'Pink Temptation' | Gljákani | Verður amk. 60 cm á hæð. Blómin eru rauðbleik með gulu skeggi á neðri vör. Góð reynsla hér á landi en þarf helst sól og skjól. Blómgast í ágúst. |
Chiastophyllum oppositifolium | Urðargull | Meðalharðgerð skuggþolin planta sem þarf þurran jarðveg. Hentar í steinhæðir eða kanta. Blómin gul og hanga í klasa í júlí líkt og á gullregni, en miklu minni. Blöðin sígræn. |
Cicerbita alpina | Bláfífill | Stórvaxin planta, 1,5-2m. Blóm blá-bláfjólublá í júlí-ágúst. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum, rökum jarðvegi, getur þurft uppbindingu. Góð í stærri beð, framan við tré eða í sumarbústaðalönd. Sáir sé allnokkuð. |
Circium acaule | Lágþistill | Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í vel framræstum, rýrum jarðvegi. Hentar í steinhæðir. Lágvaxinn. |
Covallaria majalis | Dalalilja | Skuggþolin en vex einnig í sól ef raki er nægur. Þrífst best í næringarríkum, rökum jarðvegi. Skríður með greinóttum jarðstönglum og myndar fljótt breiður. Hentar vel sem skógarbotnsplanta. Blómstrar á vorin hvítum, litlum, bjöllulaga blómum á stilk. |
Cortusa matthioli | Alpabjalla | 20-30 cm. Fjólublá blóm í júní-júlí. Harðgerð og skuggþolin. Þrífst best í næringarríkum, rökum jarðvegi. Hentar í steinhæðir og beð. |
Cymbalaria pallida | Músagin | Harðgerð. Þarf sólríkan stað en þolir hálfskugga. Þrífst best í sendnum jarðvegi. Skríður mikið og getur myndað breiður. Best að planta á afmörkuð svæði. Mjög flott í steinhleðslum. |
Delphinium spp. | Riddaraspori | Nokkuð harðgerðar plöntur sem henta vel í raðir, stakstæðar eða í blönduð blómabeð. Verða um 75-150 cm á hæð með ýmsa blómliti frá bláu og fjólubláu yfir í bleikt og hvítt. Blómin í þéttum klösum á sterkbyggðum stilk. Blómstrar í ágúst til september og þarf frjóa, raka garðamold. |
Delphinium ´Mini Stars' | Riddaraspori ´Mini Stars' | Lágvaxinn riddaraspori |
Delphinium 'Pacific astolat' | Riddaraspori | 90-150 cm. Einföld, hálffyllt bleik blóm í júlí-september. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. Pacific-sería. |
Delphinium 'Pacific galahad' | Riddaraspori Hvítur | 90-150 cm. Einföld, hálffyllt hvít blóm í júlí-september. Þarf uppbindingu. Næringarríkan jarðveg og bjartan stað. Harðgerður. |
Dianthus deltoides | Dvergadrottning | 10-20 cm Bleik blóm í Júní-Ágúst. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Hefur jarðlæga stöngla og myndar fallegar breiður. Hentar sem jarðvegsþekja í beð. |
Dianthus Isensis | Nellika, (drottningablóm)ljósfjólublá, dökk miðja | Nellika (drottningablóm) með ljósfjólublá blóm með dökka miðju. Þrífst best í fremum þurrum og sendnum jarðvegi. |
Dianthus Isensis | Nellika (drottningablóm), rauð með auga. | Nellika (drottningablóm) með rauð blóm með dökka miðju. Þrífst best í fremum þurrum og sendnum jarðvegi. |
Dianthus isensis 'Dansing Geisha' | Kögurdrottning | Óvenjuleg stór hangandi blóm sem vekja athygli. Blandaðir rauðir og hvítir litir í júlí-sept. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Hentar í steinhæðir og fjölæringabeð. Fremur viðkvæm. |
Dianthus microlepsis | Álfadrottning | 5 cm, dvegvaxin, þúfulaga. Laxableik blóm í júlí-ágúst. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. þarf sól og skjól, mögulega vetrarskjól. |
Dianthus plumarius | Fjaðurdrottning | 20-30 cm. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Blóm fjólublá eða rauð í júlí-ágúst. |
Dicentra formosa 'Luxuriant' | Dvergahjarta | 25-50 cm. Dökkbleikar hjartalaga klukkur í júní –september. Harðgerð. Þarf hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. |
Dicentra spectabilis | Hjartablóm | 40-70 cm. Stór hjartalaga bleik blóm í júní-júlí. Skuggþolið. Þarf skjólgóðan vaxtarstað og frjóan jarðveg. Þarf oftast uppbindingu. |
Dodecatheon meadia | Goðalykill | 20-40 cm. Bleik lútandi blóm á háum stönglum í júní og júlí. Þolir hálfskugga. Rakan og frjóan jarðveg. Harðgerður. |
Dornicum orientale Leonardo' | Hjartarfífill 'Leonardo' | Harðgerður. Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. 30-50 cm á hæð. Þrífst vel í öllum næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og sem skógarbotnsplanta. Gul blóm. |
Dornicum orientale 'Little Leo' | Hjartarfífill 'Little Leo' | Harðgerður. Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. Lægri en ofangreind tegund. Þrífst vel í öllum næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og sem skógarbotnsplanta. Gul blóm. |
Dornicum orientale 'Magnificum' | Hjartarfífill ´Magnificum' | Harðgerður. Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. Þrífst vel í öllum næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og sem skógarbotnsplanta. Gul, stór blóm. |
Doronicum plantagineum | Gemsufífill | Harðgerður. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað en þolir hálfskugga. Blómin gul. verður 50-80 cm á hæð. |
Dracocephalum rupestre | Drekakollur | Harðgerður. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og skjól. Þrífst í vel framræstum jarðvegi. Hentar í steinhæðir. |
Dryopteris filix-mas | Stóriburkni | 70-100 cm. Stærstur íslenskra burkna. Myndar breiða brúska af stórum blöðum, allgrófum. Mjög harðgerður og gróskumikill og fellur ekki við fyrstu frost. Skuggþolinn. Meðalrakan, frjóan jarðveg. Íslensk planta. |
Echinacea tennesseensi's 'Rochy Top Hybr.' | Sólhattur | 60 cm, bleik blóm í ágúst-september. Lítið reyndur. Góður til afskurðar og fyrir býflugur síðsumars. Lækningaplanta. |
Echinops ritro 'Veitchs blue' | Bláþyrnikollur | 50-70 cm. Blá kúlulaga blóm í ágúst-september. Harðgerður en þarf stuðning. Góður til afskurðar og þurrkunar. Þrífst vel í þurrum velframræstum jarðvegi. |
Elymus/Agropyron Magellanicum | Blátt hveitigras | 50-70 cm. Fallega blátt lauf. Þarf vel framræstan frjóan jarðveg. Hentar vel í kirkjugarða og í fjölæringabeðum. Sígrænt við góð skilyrði. |
Erigeron compositus | Þvælukobbi | Harðgerður og lágvaxinn. Þarf sólríkan vaxtarstað. Hentar í fjölæringabeð og steinhæðir. Blómstrar hvítum blómum með gulum hvirfli í júlí-ágúst. |
Erigeron speciosus 'Rose jewel' | Garðakobbi | Harðgerður. Þarf sólríkan vaxtarstð og skjól. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. Blómstrar lilla blómum í júlí-ágúst. Verður 40-80 cm. Hentar til afskurðar. |
Eryngium alpinum 'Blue star' | Alpaþyrnir | 60-80 cm. Dökkbláir stórir blómkollar í júlí-september. Þarf bjartan stað og léttan jarðveg. Gæti þurft uppbindingu. Harðgerður. Góður til afskurðar. |
Euparorium maculatum | Flekkufró | Nokkuð harðgerð fjölær planta. Verður um 2 m á hæð. Blómstrar rauðbleikum blómsveipum seinnipart sumars. |
Euphorbia cyparissias | Sedrusmjólk | 20-30 cm, gul blóm í júní-júlí. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í þurrum rýrum jarðvegi. Nokkuð skriðul. Hentar í steinbeð. Safinn ertandi og getur valdið húðútbrotum. |
Euphorbia palustris | Mýrarmjólk | 40-90 cm. Gul blóm í júní-júlí. Háblöðin gulgræn. Uppréttur vöxtur en getur skriðið dálítið. Léttan, jarðveg og bjartan stað. Þarf heldur meiri raka en aðrar mjólkurjurtir og verður þá hærri. Harðgerð. |
Euphorbia polychroma | Mjólkurjurt | 30-50 cm. Gul blóm og háblöð í júní-júlí. Uppréttur kúlulaga vöxtur. Léttan, rýran jarðveg og bjartan stað. Harðgerð. |
Festuca cinerea. 'Elilah Blue' | Grávingull 'Elijah Blue' | Sígræn grastegund sem getur orðið um 20 cm langt. Yrkið er nær silfur gráblátt á litinn. Myndar einskonar þúfur. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað. Hentar í kanta, steinhæðir og í blómabeð. |
Filipendula rubra | Roðamjaðjurt | 100-150 cm Rauðbleik blóm í stórum skúfum í ágúst. Skriðulir jarðstönglar. Þolir skugga. Þarf rakan frjóan jarðveg. Glæsileg, tignarleg og harðgerð. |
Fragaria vesca 'Alba' | jarðaber hvítt | Stórberja jarðaberjayrki fyrir garðskála eða köld gróðurhús. Stór hvít, safarík ber koma seinnihluta sumars. Hvít blóm. Þarfnast mikillar næringar. |
Fragaria vesca 'íslensk' | jarðaber, íslensk | Villt íslenskt jarðaber. Smávaxin með hvítum blómum. Lítil rauð ber seinni hluta sumars. Mjög skriðul. |
Fragaria vesca 'Glima' | jarðaber Glima | Harðgert jarðaberjayrki. Hentugt útí garði. Hvít blóm á miðju sumri. Skuggþolið en sól tryggir betri berjavöxt. Uppskerumikil. Er með smærri ber en Zephyr. |
Fragaria 'Pink Panda' | SkrautJarðaber 'Pink Panda' | 20-30 cm. Bleik blóm í júlí. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Rauð ber síðari hluta sumars í góðum sumrum. Hentar sem þekjuplanta. |
Fragaria 'Sonata' | jarðaber 'Sonata' | Stórberja jarðaberjayrki fyrir garðskála eða köld gróðurhús. Stór rauð, safarík ber koma seinnihluta sumars. Hvít blóm. Þarfnast mikillar næringar. |
Fragaria 'Zephyr' | jarðaber zephyr' | Harðgert og sélega bragðgott jarðaberjayrki. Hentugt útí garði. Hvít blóm á miðju sumri. Skuggþolið en sól tryggir betri berjavöxt. |
Fritilaria meleagris | Vepjulilja | 20-30 cm, purpuralit blóm í maí-júní. Harðgerð planta sem er víða í ræktun, vex best í raklendi og er fallegust í stórum breiðum. |
Fuchsia magellanica | Fuksía fjölær | 0.5-1 m. Fjólublá og rauð blóm um mitt sumar. Þarf mikið skjól, góða sól og frjóan jarðveg. Gott að skýla vel fyrstu árin. |
Galega officinalis | Læknastrábelgur | Fjölær jurt sem hefur allt frá miðöldum verið notuð til lækninga og þá sérstaklega til að slá á einkenni sykursýki. Þrífst best á sólríkum stað. verður um 150cm á hæð. hvít blóm. Bætir jarðveg með niturbindandi örverum á rótum. |
Gentiana acaulis | Dvergvöndur | 5-10 cm. Stórar dökkbláar klukkur í júní-júlí. Harðgerður. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. |
Gentiana cruciata 'Blue Cross' | Krossvöndur | 20-40 cm. Fagurblá blóm í júlí-september. Hentar vel í steinhæðabeð. Þéttar blaðhvirfingar. Frjóan léttan jarðveg. Harðgerð, en þolir illa flutning. Þolir hálfskugga. |
Gentiana lutea | Gulvöndur | 80-100 cm. Gul blóm í júlí. Harðgerður, vindþolinn. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstæð eða í fjölæringabeð |
Gentiana septemfida var. lagodechiana | Klukkuvöndur | 40-45 cm. Himinblá blóm í ágúst-september. Auðveldur í ræktun, harðger. Frjóan léttan jarðveg. Þolir hálfskugga. Góður í steinhæðabeð. |
Gentiana sino-ornata | Kínavöndur | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Þolir illa flutning. Hentar í fjölæringabeð og steinhæðir. |
Geranium himalayense 'Gravetye' | Fagurblágresi 'Gravetye' | 20-30 cm. Fagurblá/fjólublá blóm með rauðar æðar í júní-ágúst. Myndar þétta blaðbreiðu. Léttan frjóan jarðveg. Harðgerð. Þarf sólrikan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. |
Geranium macrorrhizum 'Ingwersen's Variety' | Ilmblágresi (Stólpablágresi) | 25-30 cm. Ljósbleik blóm sem blómstra um mitt sumar, gjarnan í júní. Meðalharðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga og léttan, frjóan framræstan jarðveg. Þrífst ágætlega við bestu skilyrði en blómstar ekki árvisst. |
Geranium macrorrhizum wild form | Ilmblágresi | 25-30 cm. Ljósbleik blóm sem blómstra um mitt sumar. Mjög skuggþolið og harðgert, nýtur sín best í hálfskugga. Hentar vel í sumarbústaðaland. |
Geranium macrorrhizum 'Stemma' | Ilmblágresi 'Stemma | Mjög harðger, hálfsígrænn fjölæringur með rauðbleikum blómum. þekur einstaklega vel. Sérvalin af "Yndisgróðri" sem góð þekjuplanta. |
Geranium pratense | Garðablágresi | 70-80 cm. Stór ljósfjólublá blóm í júlí. Þarf stuðning. Léttan, frjóan jarðveg. Harðgerð, skuggþolin. |
Geranium sanguineum | Blóðgresi | 30-40 cm. Rauðbleik blóm, blómstrar nánast allt sumarið. Skuggþolin en nýtur sín best í hálfskugga og þurrum jarðvegi. |
Geranium sanguineum 'Vision Violet' | Blóðgresi 'Vision Violet' | 30-40 cm. Bleik blóm, blómstrar nánast allt sumarið. Skuggþolin en nýtur sín best í hálfskugga og þurrum jarðveg. |
Geum coccineum 'Borisii-Strain' | Skarlatsfífill | Blóm í júní-júlí. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel í vel framræstum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. Hefur verið lengi í ræktun á Íslandi og er algeng í eldri görðum. |
Geum coccineum 'Koi' | Skarlatsfífill | 20-30 cm. Appelsínugul blóm. Blómstrar maí-september en á það til að blómstra aftur ef haust er gott. Góð þekjubplanta, hentar vel í steinabeð. |
Gypsophila paniculata 'Schneefloche' | Brúðarslæða | Um 1 m á hæð. Hvít smágerð blóm. Planta þakin blómun á blómgunartíma sem er kringum júní-ágúst. Ljóselsk. Hentarvel í blómvendi. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. |
Hemerocallys 'Red Rum' | Daglilja 'Red Rum' | Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Þarf að skipta reglulega. Hentar í fjölæringabeð. |
Heuchera micrantha 'Palace purple' | Klettaroði 'Palace purple' | 30-60 cm. Hvít blóm sem blómstra um mitt sumar. Purpurarauð blöð. Skuggþolinn, þolir vel ófrjóan jarðveg. |
Heuchera sanguinea | Morgunroði | 40-50 cm. Lítil rauð blóm í löngum klasa í júní-júlí. Harðgerð. Skuggþolinn og þarf rakan, næringarríkan jarðveg. |
Heuchera sanguinea 'Bressingham' | Morgunroði 'Bressingham' | Harðgerð. Þrífst best í rökum jarðvegi og sólríkum stað, þolir hálfskugga. Gott að skipta upp reglulega. |
Heuchera sanguinea 'Leuchtkäfer/Fierfly Sioux Falls' | Morgunroði 'Leuchtkäfer/Fierfly Sioux Falls' (rauður) | Yrkið gengur undir þýsku og ensku heiti, en er sama yrkið. Blómin hárauð og blöðin dálítið flikrótt. |
Heuchera sanguinea 'Robusta' | Morgunroði ´Robusta' | Yrki með hárauðum blómum. Líkt ofangreindu yrki en blöðin ekki eins flikrótt. |
Hosta 'Royal Standard' | Brúska 'Royal Standard' | 50-60 cm. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, græn á litin. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður. |
Hosta fortunei 'Aureomarginata' | Brúska 'Aureomarginata' | Breiðhjartalaga, græn blöð með gylltar blaðrendur. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður. |
Hosta fortunei 'patriot' | Forlagabrúska 'Patriot' | 30-60 cm. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, Græn á litin með ljósum blaðendum, áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður. |
Hosta sieboldiana 'Elegans´ | Blábrúska 'Elegans' | 30-60 cm. Blöðin eru frekar stór, breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður. |
Hosta tardiana 'Halcyon' | Brúska 'Halcyon' | 30-40 cm. Breiðhjartalaga, grá eða blágræn áberandi æðótt og hrukkótt. Kýs skugga, hálfskugga. Djúpan, næringarríkan rakaheldin jarðveg. Hentar vel í kanta við læki og tjarnir og sem undirgróður. |
Hosta fortunei 'Fire and Ice' | Forlagabrúska 'Fire and Ice' | Um 30-40cm á hæð. Laufin hvít með dökkgrænum jöðrum. Þarf vel framræstan og frjóan jarðveg. Skuggþolin. |
Hosta 'June' | Brúska 'June' | 30-40 cm há brúska með tvílitt lauf. Blágrænir jaðrar en gulgræn nær miðju. Þarf frjóan og vel framræstan jarðveg. Skuggþolin. |
Hosta sieboldiana. 'Great Expectations' | Blábrúska 'Great Expectation' | Lágvaxinn brúska, verður um 20-30 cm á hæð. Laufin grænn með ljósgrænni miðju. Þarf vel framræstan og frjóan jarðveg. |
Hosta tardiana 'Undulata' | Brúska 'Undulata' | Skuggþolin. Þrífst best á skuggsælum vaxtarstað í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. |
Hosta tokudama 'Blue Mouse Ears' | Daggarbrúska 'Blue Mouse Ears' | Skuggþolin. Þrífst best á skuggsælum vaxtarstað í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. |
Hosta x cultorum 'Night Befor Christmas' | Brúska 'Night Before Christmas' | lágvaxinn brúska, verður um 20-30cm á hæð. Laufin grænn með hvítri miðju. Þrífst best á skuggsælum vaxtarstað í rökum, næringarríkum og vel framræstum jarðvegi. |
Hypericum perforatum | Doppugullrunni | 50-90 cm. Gul blóm í júlí-september, með doppóttum blöðum (olíudropar á blöðunum). Þarf þurran hlýjan stað. Þarf uppbindingu. |
Inula magnifica | Goðasunna | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum og næringarríkum jarðvegi. Hentar aftarlega í fjölæringabeð. Plantan getur orðið mjög stór eða allt að 2 m á hæð. Gul blóm í ágúst og september. |
Inula oreintalis grandiflora | Hlíðarsunna | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í djúpum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. Verður 30-60 cm á hæð og ber gul blóm í ágúst-sept. |
Iris pseudacorus | Tjarnaíris | 60-100 cm Gul blóm í júlí-ágúst. Þrífst best í frjórri, rakri jörð. Blöðin haldast sígræn nær allan veturinn. Þolir hálfskugga en blómstrar þá lítið. Hentar í fjölæringabeð og við tjarnarbakka eða öðru raklendi. |
Iris sibirica | Rússaíris | 40-60 cm. Blá blóm og graslík blöð. Rakan frjóan jarðveg, en þolir þurrk. Hentar vel við tjarnir og læki. Harðgerð. Harðgerð. Bjartan stað. |
Iris sibirica 'Dance Ballerina' | Rússaíris Dance Ballerina' | Harðgerð. Saltþolin. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum jarðvegi. Hentar við tjarnir og í fjölæringabeð. |
Iris sibirica 'Man from Rio' | Rússaíris 'Man from Rio' | Blómin vínrauð. Þarf sólríkan vaxtarstað og þrífst best í rökum, frjóum jarðvegi. |
Lamium galeobdolon 'Herman,s Pride' | Gulltvítönn/Sólskógatönn | 40-60 cm kröftug fjölær jurt. Ólíkt skriðulum afbrigum af gulltvítönn vex afbrigðið ´Herman's Pride' hægt, myndar brúsk með fallegt, tvílitt lauf (skörðótt, silfurlitt og grænt) og blómin skærgul. |
Lamium maculatum | Dílatvítönn | 20-40 cm Stór bleik blóm í blaðöxlum í júní-ágúst. Skellótt blöð, harðger og blómviljug. Vill léttan jarðveg, þolir hálfskugga. Skriðul. |
Lahyrus vernus | Vorertur | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi en þolir rýrari jarðveg. Hentar í fjölæringabeð. Er með gerla á rótunum sem vinna nitur úr andrúmslofti. |
Lahyrus vernus 'Rainbow' | Vorertur 'Rainbow' | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. |
Lahyrus vernus 'Rosenelfe' | Vorertur 'Rosenelfe' | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. |
Leontopodium alpinum | Alpafífill | 10-20 cm. Silfurgrá blóm í júlí-ágúst. Þétt-hvítloðin háblöð undir blóminu. Góð til þurrka. Vill þurran og bjartan stað. Harðgerð. Hentar í steinhæðir, fremst í blómabeð og í ker. Þjóðarblóm Austurríkis. |
Leucanthemum superbum 'Dwarf snow Lady' | Prestabrá 'Dwarf snow Lady' | 20 cm. Stór hvít blóm með gula miðju í júlí-ágúst. Harðgerð og blómviljug. Vill bjartan og þurran stað. |
Leucanthemum spp. ´Teigur´ | Prestabrá ´Teigur´ | 50-80 cm. Stór hvít blóm með gula miðju. Harðgerð og blómviljug. Vill bjartan og þurran stað. Verður algerlega þakin blómum í í júlí-ágúst. Stærri og blómviljugri en aðrar prestabrár hjá okkur. |
Leucanthemum maximum | Prestabrá | 50-70 cm. Stór hvít blóm með gula miðju í júlí-ágúst. Harðgerð og blómviljug. Vill bjartan og þurran stað. |
Levisticum officinale | Skessujurt | Kryddjurt. 150-200 cm. Gulhvítir blómsveipir í júlí-ágúst. Góð stakstæð. Vill frjóan og rakan jarðveg. Þolir hálfskugga. Harðger. Not má blöð, fræ og rætur af plöntunni, t.d. í súpur. |
Lewisia cotyledon | Stjörnublaðka 'galaxy mix' | 15-30 cm. Fjölmargir blómlitir í maí-júní. Þéttar blaðhvirfingar og breið blöð. Sígræn. Vill léttan, þurran jarðveg, bjartan stað. |
Lewisia Cotyledon 'Alba' | Stjörnublaðka 'Alba' | 15-30 cm. Hvít blóm í maí-júní. Þéttar blaðhvirfingar og breið blöð. Sígræn. Vill léttan, þurran jarðveg, bjartan stað. |
Lewisia pigmaea | Fjallastjörnublaðka | Um 15 cm. Bleik-laxableik blóm í maí-júní. Þéttar blaðhvirfingar og breið blöð. Sígræn. Léttan, þurran jarðveg, bjartan stað. |
Ligularia przewalskii | Turnskjöldur | 100-150 cm. Gul blóm í löngum grönnum klasa í júlí-ágúst. Fínleg djúpflipótt blöð, fínlegri en aðrir skildir. Frjóan, rakan jarðveg. Bjartan stað, en þolir hálfskugga. Harðgerð. |
Ligularia Sibirica | Dísarskjöldur | 120-160 cm. Gul blóm sem blómstra uppúr miðju sumri. Vill bjartan stað en þolir hálfskugga. Þarf helst frjóan, rakan jarðveg. |
Lilium 'Henry' | Skrautlilja ´Henry' | Verður um 70-90 cm á hæð. Blómin skær applsínugul með margar brúnar/svartar doppur. Þarf frjóan og vel framræstan jarðveg. |
Lilium 'Regale' | Skrautlilja 'Regale' | Verður um 50-200 cm á hæð. Blómin hvít. Þarf sólríkan vaxtarstað og næringaríkan jarðveg. |
Limonium Latifolium | Silfurfétoppur | 40-50 cm. Blá fínleg blóm í júní-júlí. Góð til afskurðar og þurrkunar. Léttan, þurran jarðveg, bjartan stað. |
Lupinus x polyphyllus 'Russel' | Skrautlúpína | Harðgerð. Þarf sólríkan stað og þrífst vel í góðri garðmold. Þolir vel þurrk. Rauð blóm í júlí. 60-80 cm. Falleg í þyrpingu og í blönduð fjölæringabeð. |
Lychnis x haageana | Ástarlogi | 40 cm. Blanda af blómum, rauð og hvít. Blómstrar júní-júlí. Purpurarauð blöð. Ljóselsk, en þolir hálfskugga. Nýtur sín vel í rýrum jarðveg. Blöðin verða ekki eins rauð í frjórri mold. |
Lychnis x haageana 'Molten Lava' | Ástarlogi 'Molten Lava' | Um 10-15 cm á hæð. Blómstar rauðum blómum í lok júlí-ágúst. Laufin vínrauð. Þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum og fremur þurrum jarðvegi. |
Lysimachia punctata | Útlagi | 60-100 cm. Gul stór blóm í krönsum í blaðöxlum í júlí-september. Kýs frjóan, meðalrakan jarðveg. Þarf uppbindingu. Dálítið skriðull, þolir hálfskugga. Harðger. |
Lysimachina vulgaris | Strandskúfur | 50-160 cm. Skærgul blöð, blómstrar í júlí-ágúst. Vill rakann jarðveg, hentar mjög vel við tjarnir. Mjög skuggþolin. |
Lythrum Salicaria 'Happy Lights' | Mararljós | Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í rökum jarðvegi. Hentar við læki og tjarnir. |
Meconopsis betonicifolia var. alba | Blásól, hvít. | 50-60 cm. hvít blóm í júní-júlí. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu. |
Meconopsis betonicifolia | Blásól | 50-60 cm. Fagurblá stór blóm í júní-júlí. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu. |
Meconopsis x sheldonii | Glæsiblásól | 60-100 cm. Fagurblá stór blóm í júní-júlí. Skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Getur þurft uppbindingu. |
Mentha x piperita | Piparmynta | Kryddjurt. 40-60 cm. Brúnleit blöð. Blómstrar seint hér, ef hún nær því. Sterkt myntubragð af blöðunum. Harðgerð og skriðul. |
Meum athamanticum | Bjarnarrót | 30-50 cm. Hvít blóm í júní-júlí, falleg og fínleg blöð. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í blómaengi og fjölæringabeð. Gömul læknajurt. |
Mimulus guttatus | Apablóm | 15-20 cm, gul, stundum rauðdröfnótt blóm. Ljóselsk en þolir hálfskugga. Vill rakan jarðveg og er sums staðar slæðingur við læki og raklendi á Íslandi. |
Molinia Caerulea 'Heidenbraut' | Bláax 'Heidenbraut' | Skrautgras sem kýs bjartan og hlýjan vaxtarstað en þolir hálfskugga. Þarf frjóan og frekar þurran jarðveg. Getur tekið nokkurn tíma að koma sér vel fyrir en eftir það stendur það mjög vel og lengi. |
Monarda didyma | Indíánakrans | 20-40 cm, bleik fyllt blóm í júl-ágúst. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. |
Muscari botryoides | Perlulilja | Lítil hnöttótt blóm í þéttum klasa í fyrstu, seinna strjálblóma. Himinblá, sjaldan hvít. Blómstrar mjög snemma á vorin. |
Oxalis adenophylla | Fagursmæra | 5-10 cm, bleik blóm með dökkum blettum neðst á hverju krónublaði. Ljóselsk. Þolir rýran jarðveg en nýtur sín best í frjóum garðajarðvegi. |
Oxalis eneaphylla 'Rosea' | Rósasmæra | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað og þrífst best í þurrum jarðvegi. Þetta yrki er með stærri blóm en Fagursmæran. |
Papaver orientale 'Allegro' | Tyrkjasól/Risavalmúi 'Allegro' | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í sendnum, rýrum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. |
Papaver orientale 'Beauty of Livermere' | Risavalmúi | 60-80 cm. Eldrauð stór blóm með svarta miðju í júlí- ágúst. Bjartan stað, frjóan jarðveg. Harðgerð. |
Papaver orientale 'Brilliant' | Risavalmúi | 80 cm. Dökkappelsínugul blóm með dökka miðju. Blómstrar snemma sumars, maí-júní. Þolir rýran jarðveg vel. Frekar ljóselsk. |
Penstemon barbatus 'Pinacolada Rosy Red Shades' | Skegggríma (lágvaxin) | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og steinhæðir. Skriðul og breiðir fljótt úr sér. |
Phalaris arundinacea var. picta | Randagras | Skrautgras. 100-130 cm. Hvítröndótt blöð. Harðgerð. Blaðplanta. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, rökum jarðvegi en verður lægri í þurrum jarðvegi. Nokkuð skriðul. |
Podophyllum hexandrum | Maíepli | Um 50 cm á hæð. Blómstrar ljósbelikum blómum snemma vors í apríl maí. Rauðir ávextir myndast yfir sumarið, þeir eru þó eitraðir en mikið skraut á haustin. |
Polypodium vulgare | Köldugras | Burkni sem ræktaður er vegna blaðfegurðar. Þarf hálfskugga eða skuggsælan vaxtarstað. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og til uppfyllingar á skuggsælum stöðum. |
Potentilla megalantha | Japansmura | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í þurrum, mögrum jarðvegi. Sáir sér aðeins. Hentar í steinhæðir og fjölæringabeð. Blómin gul og óvenju stór miðað við jurtkenndar murur. |
Potentilla atrosanguinea 'Red' | Jarðaberjamura | 30-50 cm. Stór, djúprauð blóm í júlí-ágúst, Ljósgrágræn loðin blöð. Sáir sér dálítið. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. |
Potentilla atrosarguinea | Jarðaberjamura | 30-50 cm. Stór, rauðgul blóm með dekkri miðju í júlí- ágúst, Ljósgrágræn loðin blöð. Sáir sér dálítið. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. |
Potentilla atrosarguinea | Jarðaberjamura Orange | Appelsínugul blóm. |
Potentilla atrosarguinea 'Arigyrophylla' | Jarðaberjamura 'Arigyrophylla' | Gul blóm |
Potentilla atrosarguinea 'Scarlet Starlight' | Jarðaberjamura 'Scarlet Starlight' | Ljósrauð blóm |
Potentilla nepalensis 'Ron McBeath' | Blóðmura 'Ron McBeath' | 40 cm. Bleik blóm með dökkri miðju í ágúst-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. |
Potentilla nepalensis 'Miss Willmott' | Blóðmura 'Miss Willmott' | 40 cm. Bleik blóm með rauðri miðju í júní-september. Blómin ljósari en á ofangreindri tegund. Miðjan því meira áberandi. Vill bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. |
Potentilla nepalensis | Blóðmura, rósrauð. | 40 cm. Rósrauð blóm með dekkri miðju í júní-september. Vill bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. |
Potentilla nepalensis 'Shogon' | Blóðmura | 40 cm. Bleikrauð blóm með dökkri miðju í júní-september. Bjartan stað, léttan jarðveg. Harðgerð. Krónublöðin lýsast smám saman og verða bleikari með aldrinum. |
Primula auricula | Mörtulykill | 10-15 cm. Stór, gul, ilmandi blóm í maí-júní. Þykk blöð í stofnhvirfingu. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Bjartan stað. Harðger. |
Primula auricula | Mörtulykill - ljóslilla | 10-15 cm. Ljóslilla, ilmandi blóm í maí-júní en ekki gul eins og algengast er. Þykk blöð í stofnhvirfingu. Léttan, frjóan, meðalrakan jarðveg. Bjartan stað. Harðger. |
Primula beesiana | Hæðalykill | 30-40 cm. Bleik-fagurrauð blóm með gulu auga. Vil léttan og framræstan frjóan jarðvel. Þarf skjólgóðan stað. |
Primula candelabra-Hybrids | Hæðalyklar | Blandaður hópur lykla með fjölbreytta liti úr hæðalykladeild (candelabra). Blómin standa í krönsum hver upp af öðrum á blómstilk sem stendur vel upp úr blaðbreiðunni. Þrífst best í léttri frjórri jörð. Fremur viðkvæmur. |
Primula denticulata Mix | Kúlulykill | 20 -30 cm. Mismunandi blómlitir. Rauð, hvít og blá í kúlulaga kolli í maí-júní. Frekar viðkvæmur, getur verið skammlífur. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan meðalrakan jarðveg. |
Primula elatior | Huldulykill | Harðgerð. Þrífst best á sólríkum stað og í rökum og frjóum jarðvegi. blómin gul. |
Primula floriandae | Fryggjarlykill | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. |
Primula rosea 'Gigas' | Rósulykill | 5-12 cm. Blómstrar rósableikum blómum snemma sumars, apríl-maí. Mjög falleg vorplanta. |
Primula veris ´Koi´ | Sifjarlykill ´Koi´ | 20-30 cm. Gul blóm, blómstrar í maí. Ljóselsk planta. Þolir rýran jarðveg, hentar vel í steinhæðabeð eða í kantabeð. |
Primula veris orange | Sifjarlykill | 20-30 cm. Orange blóm, blómstrar í maí, júní. Örlítið seinni en ´Koi´. Ljóselsk planta. Þolir rýran jarðveg, hentar vel í steinhæðabeð eða í kantabeð. |
Primula x bullesiana | Blendingslykill | Blóm appelsínugul til fjólublá, 30-70 cm. |
Primula vialii | Mongólalykill | Tæplega meðalharðgerð planta, en ætti að halda við frá ári til árs. Vill sól en þolir hálfskugga. Blómskipan sérstök í uppréttum klösum. Blómin blá-fjólublá en knúpparnir rauðir. Opnast fyrst neðst á stönglinum svo blómstöngullinn verður tvílitur. Blómstrar síðsumars. Þrífst best á skýldum stöðum. |
Pulsatilla alpina | Fjallabjalla | 20-40 cm. Hvít blóm með gula fræfla í maí-júní. Þarf léttan, vel framræstan jarðveg. Fremur hægvaxta. Harðger. Hentar í steinhæðir og fjölæringabeð |
Ranunculus aconitifolius ´Pleniflorus´ | Silfursóley | 40-60 cm.Hvítir fylltir hnappar í júní-ágúst. Harðgerð, skuggþolin. Myndar stóra brúska. Meðalrakan, frjóan jarðveg. |
Ranunculus acris 'Multiplex' | Brennisóley fyllt | 20-30 cm. Gul fyllt blóm. Þolir rakan jarðveg. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Góð við tjarnir og í villt svæði. |
Rheum alexandrae | Drottningasúra | 60-150 cm. Gulhvít blóm í ágúst. Harðgerð. Hefur verið ræktuð vegna einkennandi og sérkennilega háblaða. Þarf sólríkan vaxtarstað og djúpan, rakan og frjóan jarðveg. |
Rheum rhabarbarum 'Viktoria´ | rabbabari | Matjurt. 60 cm. Frjóan, meðalrakan jarðveg, harðgerður. 80-100 cm millibil. |
Rhodiola rosea | Burnirót | 20-30 cm. Gul blóm í júní-júlí. Vex í hálfkúlu. Sérbýlisplanta, karlplantan er fallegri í blóma en kvenplantan stendur lengur. Harðgerð. Bjartan stað, léttan jarðveg. Erlent afbrigði |
Rodgersia pinnata | Stilklauf | 80-100 cm. Stórgerð, bronslituð laufblöð. Hvít eða fölbleik blóm í klasa í júlí-ágúst. Stór blöð. Skuggþolið, þarf skjól. Frjóan, rakan jarðveg. |
Rodgersia podophylla | Bronslauf | Blaðplanta. Þarf skuggsælan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Stór blöðin eru græn eða bronslituð. |
Rubus saxatilis | Hrútaberklungur | Íslensk skriðul berjaplanta. Hentar sem þekjuplanta. |
Salvia pretensis 'Twilight serenade' | Hagasalvía 'Twilight serenade' | 80-100 cm. Fjólublá blóm í ágúst-september. Hentar í fjölæringabeð eða þyrpingar. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. |
Saponaria officinalis | Þvottajurt | 10-20 cm. Bleik ilmandi blóm í júlí-ágúst. Hangandi vöxtur. Þurran og sólríkan stað. Blómsæl og harðgerð. Góð í steinhæðir. Gömul lækningajurt. |
Saxifraga paniculata | Bergsteinbrjótur | 5-30 cm. Hvít blóm með rauðum doppum í júlí. Sígrænar blaðhvirfingar. Léttan, jafnrakan jarðveg, bjartan stað. Harðgerður. Góður í steinhæðir. Íslensk planta. |
Saxifraga cotyledon 'pyramidalis' | Klettafrú | 10-30 cm, hvít blóm í júní-júlí sem standa hátt upp úr blaðhvirfingunni. Harðgerð. Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. Þrífast best í sendnum eða malarblönduðum jarðvegi. Þrífst í klettasprungum og innan um grjót. Góður í steinhæðir. |
Saxifraga rotundifolia | Dröfnusteinbrjótur | 30-50 cm. Hvít blóm í júlí. Harðgerð skuggþolin planta. Þrífst best í þurrum og rýrum jarðvegi en höndlar raka ágætlega. Góð í steinhæðir. Sígrænt við góð skilyrði. |
Saxifraga x urbium | Postulínsblóm (skuggasteinbrjótur) | 20-30 cm. Hvít blóm með rauðum dröfnum í júní-ágúst. Sígræn spaðalaga blöð, sem mynda breiður. Hentug í steinhæðir. Skuggþolið, má þurrka. Léttan jarðveg. Harðgert. Hefur verið mjög lengi í ræktun á Íslandi. |
Saxifraga x urbium var. 'Primuloides' | Skuggasteinbrjótur | 20-30 cm. Hvít blóm með rauðum dröfnum í júní-ágúst. Smágerð sígræn spaðalaga blöð, sem mynda breiður. Skuggþolið, má þurrka. Léttan jarðveg. Harðgert. Mun fínlegra en aðaltegundin. |
Scleranthusbiflorus ssp. uniflorus | Þúfuknýti | Þúfuplanta sem líkist mosa. 5 cm. Gul blóm sem blómstra seinnihluta sumars, júlí-ágúst. Ljóselsk. Vill rýran jarðveg. |
Sedum acre | Helluhnoðri | 5-10 cm. Gul blóm í júlí-ágúst. Harðgerð íslensk planta. Þrífst vel á sólríkum vaxtarstað í þurrum og rýrum jarðvegi. Þolir vel þurrk. Góð þekjuplanta. Sígrænt lauf. |
Sedum anacampseros | Klappahnoðri | Harðgerð, 10-30 cm á hæð. Þrífst best í þurrum, rýrum jarðvegi. Sólelskur. Þolir vel þurrk. Góð þekjuplanta, t.d. í trjábeð. Fjólublá blóm í ágúst. |
Sedum ewersii | Fjallahnoðri | 15-20 cm. Rauðbleik blóm í júlí-ágúst. Blágræn, kjötkennd blöð á útafliggjandi stönglum. Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Harðgerður. |
Sedum hybridum | Klettahnoðri | 10-20 cm. Fagurgul blóm í júlí-ágúst. Harðgerður. Þarf sólríkan stað eða hálfskugga. Þrífst best í þurrum, sendnum og vel framræstum jarðvegi. |
Sedum kamtschaticum | Stjörnuhnoðri | 15-30 cm. Rauðgul blóm í júli-september. Útafliggjandi. uppsveigðir stönglar. Þolir hálfskugga, þurran, sendinn jarðveg. Harðgerður. |
Sedum oreganum | Oddahnoðri | Þrífst best á sólríkum vaxtarstað en þolir hálfskugga. Kýs þurran jarðveg. Smávaxin þekjuplanta. Blómstrar gulum blómum. |
Sedum reflexum | Berghnoðri | 15-30 cm. Skærgul blóm í ágúst-september. Sígræn blöð, Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Góð þekjuplanta. |
Sedum spathulifolium 'Purpreum' | Spaðahnoðri 'Purpureum' | 5-10 cm. Gul blóm í júlí. Sígrænar, purpurarauðar þéttar blaðhvirfingar. Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Meðalharðger. Góður í steinhæðir. |
Sedum spathulifolium 'Cape blanco' | Héluhnoðri | 5-10 cm. Gul blóm í júlí. Sígrænar, silfurgráar, þéttar blaðhvirfingar. Bjartan stað, þurran, sendinn jarðveg. Meðalharðger. Góður í steinhæðir. |
Sedum spurium 'Splendens' | Steinahnoðri splendens | 10-15 cm. Ljósbleik blóm í ágúst-september. Roði í blaðjöðrum. Útafliggjandi, skriðulir rótskeyttir stönglar. Sígrænt lauf. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga. Harðgerður. |
Sedum spurium | Steinahnoðri 'Dilksnes' rauður | 10-15 cm. Rauð blóm í ágúst-september. Blaðjaðrarnir rauðir. Skriðulir rótskeyttir stönglar. Sígrænt lauf. Léttan jarðveg, þolir hálfskugga. Harðgerður. |
Sedum spurium | Steinahnoðri 'Purpurateppich' | Meðalharðgerð þekjuplanta. Vill sólríkan vaxtarstað og þrífst vel í þurrum og rýrum jarðvegi. Þolir vel þurrk. Blómin bleik. |
Sedum telephium ssp. fabaria | Sumarhnoðri | 25-60 cm. Ljósbleik til rósrauð blóm í breiðum sveipum í ágúst-október. Dökkgræn gróftennt laufblöð. Harðger, léttan sendinn jarðveg. Bjartan stað. |
Sedum telephium 'Emperors Waye' | Sumarhnoðri 'Emperors Waye' | 20-40 cm. Blómin í þéttri blómskipun, blómin dökkrauð eða purpurarauð síðsumars. Þarf léttan, sendinn jarðveg og bjartan stað. Hentug til afskurðar |
Sedum telephium ssp. Maxim | Sumarhnoðri (völvuhnoðri) | 30-50 cm á hæð og blómin rjómalituð í sveipum síðsumars. Myndar þétta, stóra brúska af sigrænum blöðum. |
Sempervivum arachnoideum | Kóngulóalaukur | 10-15 cm. Stór rósrauð blóm á þykkum stönglum í júlí-ágúst. Þéttar, sígrænar, hærðar blaðhvirfingar. Þurran, bjartan stað. Góð þekjuplanta, harðger. |
Sempervium spp. | Húslaukur gulur | 5-20 cm. Stór gul blóm á þykkum stönglum í júlí-ágúst. Breiðar blaðhvirfingar úr þykkum, sígrænum blöðum. Sólríkan og þurran stað. Góð þekjuplanta, harðger og afar þurrkþolin. |
Sempervivum tectorum | Þekjulaukur | 5-20 cm sígræn blöð í hvirfingu. Ýmiss yrki í mismunandi litum. Blómin oftast dumbrauð á stönglum í júlí og ágúst. Þarf sólíkan og þurran stað. Góð þekjuplanta. |
Sempervivum tectorum 'Atropurpureum' | Þekjulaukur rauður | 5-20 cm. Stór rauð til bleik blóm á þykkum stönglum í júlí-ágúst. Breiðar blaðhvirfingar úr þykkum, sígrænum rauðleitum blöðum. Sólríkan og þurran stað. Mörg afbrigði með breytilega blaðliti. Góð þekjuplanta, harðger og afar þurrkþolin. |
Sesleria Heufleriana | Hrafntoppa | Harðgerð grasplanta. Þarf sólríkan vaxtarstað, en þolir hálfskugga. Vill frjóan en frekar þurran jarðveg. Myndar grasþúfur. Axið mjög dökkt og áberandi. |
Soldanella montana | Fjallakögurklukka | Þrífst best á sólríkum stað eða í hálfskugga. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold. Hentug í steinhæðir. Laufið sígrænt. Blómin mynda bláar, hangandi klukkur með kögri snemma á vorin. 15-30 cm há. |
Stachys byzantina | Lambseyra | Þrífst best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir illa bleytu. Þarf vetrarskýlingu. Blöð og stönglar áberandi hvítloðin. Verður 40-60 cm og blómstrar bleiku. |
Tanacetum vulgare | Regnfang/Ramfang | Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Ilmandi blöð. Nokkuð skriðul. Gul blóm. Algeng í ræktun frá gamalli tíð. |
Thalictrum aquilegifolium | Freyjugras | 80-100 cm. Rauðfjólubláir fínlegir blómskúfar í júlí-ágúst. Getur þurft stuðning. Skuggþolið, rakan, frjóan jarðveg, harðgert. |
Thermopsis lupinuides | Refagandur | Um 100 cm á hæð eða meira. Gul blóm í stórum klasa á miðju sumri. Blöðin þrífingruð. Skríður töluvert. Niturbindandi gerlar á rótum. Getur hentað sem landgræðsluplanta ef varlega er farið. |
Trifolium repens | Hvítsmári Rauður | 10 cm þekjuplanta. Blaðfalleg. Laufið purpurarautt, hvít blóm í júní. Niturbindandi og skriðul. |
Trifolium repens | Hvítsmári Dökkur | 10 cm þekjuplanta. Blaðfalleg. Blöðin svört með grænum jaðri. Hvít blóm í júní. Niturbindandi. Hefur reynst vel á Akureyri. |
Trifolium repens 'Green Eyes' | Hvítsmári 'Green Eyes' | Um 10 cm á hæð. Ný í ræktun. Blöðin tvílit, græn og ljósgræn. Blómin hvít í júní. Niturbindandi. |
Trollius asiaticus | Asíuhnappur | Harðgerð. Þrífst vel á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Þarf næringarríkan, vel framræstan jarðveg. |
Trollius x cultorum 'New Hybrids' | Garðagullhnappur | 30-80 cm. Gulir stórir hnappar í júní-júlí. Skuggþolinn og harðgerður. Meðalrakan, frjóan jarðveg. |
Valeriana officinalis | Garðabrúða | 100 cm. Ljósbleik ilmandi blóm i júlí-ágúst. Þolir hálfskugga, frjóan jarðveg. Harðgerð, en skríður og getur orðið ágeng. Læknajurt. Rótarseyðið er róandi, gott fyrir svefn. |
Veronica spicata hvít | Axdepla hvít | 30-40 cm. hvít blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð, þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg. |
Veronica spicata - blá | Axdepla - blá | 30-40 cm. blá blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð, þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg. |
Veronice longfolia 'pink stars' | Langdepla | 70-80 cm. Lítil, bleik blóm í löngum klösum í júlí-september. Harðgerð. Þolir hálfskugga. Léttan, frjóan jarðveg. |
Meconopsis grandis | Fagurblásól - Lystigarður | Fagurblá stór blóm í júní-júlí. Fremur skuggþolin, léttan, frjóan og rakan jarðveg. Harðger. Verður 80-90 cm á hæð. |
Viola sororia 'Sorority Sisters' | Systrafjóla | 15 cm. Bláir og hvítir blómlitir. Blómstrar i apríl-maí. Blöð hjartalaga. Ljóselsk og nýtur sín vel í rýrum jarðvegi. Mjög harðgerð. |