Laufskrúðug klifurplanta. Verður um 2-4 m að hæð. Þarf skjólgóðan vaxtarstað. Getur myndað ber ef bæði kyn eru til staðar.
Bjarmabergsóley
Harðgerð. Þarf rakan næringarríkan jarðveg. Þrífst best á sólríkum stað en þolir hálfskugga. Þarf klifurgrind eða víra. Hentar vel til að klæða veggi og girðingar. Gul blóm síðsumars.
Bergflétta fín
Klifurjurt. Skuggþolin. Þrífst vel í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta á veggi og sem botngróður. Ekki eins harðgerð og sú grófa.
Bergflétta gróf
Harðgerð, sígræn klifurplanta með heftirætur sem hún notar til að festa sig við hrjúft yfirborð veggja. Þolir vel skugga og seltu.
Bergflétta tvílit
Klifurjurt.
Skógartoppur
Harðgerð klifurplanta sem þarf klifurgrind eða víra til að vefja sig um. Blómstrar best á sólríkum stað en þolir vel hálfskugga. Vex hratt og þarf að klippa. Blómstrar mikið, blómin rauð að utan, gul að innan.