Harðgerður, vind- og saltþolinn. Þolir vel klippingu. Áberandi rauðir haustlitir. Notaður í limgerði, runnaþyrpingar og sem stakstæður runni. Seldur bæði í potti og berróta.
Blátoppur ‘Jörgen’
Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Greinar árssprota rauðleitar. Góður í limgerði þar sem hann þolir vel klippingu og hefur þétt vaxtarlag. Laufgast snemma. Blómstrar lítið áberandi gulleitum blómum í júní. Blá ber í júlí. Verður um 1,5-2 metrar á hæð.
Blátoppur 'Dani'
Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Góður í limgerði þar sem hann er þéttur og þolir vel klippingu. Laufgast snemma. Blá ber í júlí. Greinar árssprota eru grænar. Eldri blátoppur á Akureyri er nær alltaf af þessu yrki. Getur orðið um 2 m á hæð.
Blátoppur 'Þokki'
Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og jafnrökum jarðvegi. Greinar árssprota rauðleitar. Góður í limgerði þar sem hann er þéttur og þolir vel klippingu. Vex hægar en hin yrkin tvö og þarf því minni klippingu. Laufgast snemma. Blá ber í júlí.
Glæsitoppur 'Laugaströnd'
Verður um 1.5-2m að hæð. Blómstrar bæði á ársprota og fyrri árssprota í júní-ágúst. Blómlitur er gulur. Fær haustliti.
Fjallarifs / Alparifs
Harðgerður meðalfíngerður, uppréttur runni, sem hentar einstaklega vel í klippt limgerði. Þolir mikla klippingu. Kvenkyns klónn sem fær rauð ber við frjóvgun
Viðja
Harðgerður stór runni eða einstofna tré. Hefur dökka árssprota. Notuð í klippt limgerði eða sem stakstætt tré.
Brekkuvíðir
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Góður í limgerði. Blaðfallegur með gljáandi blöð.
Alaskavíðir 'Trölli' (Tröllavíðir)
Harðgerð. Fljótvaxin. Saltþolin. Vindþolin. Notuð í skjólbelti og stórgerð limgerði eða sem stakstætt tré. Árssprotar og lauf þakin hvítum hárum svo hann lítur út fyrir að vera hrímaður.
Jörfavíðir
Hargerður, vind- og saltþolinn. Stórvaxinn, verður upp undir 5 m á hæð. Þar sólríkan vaxtartað og frjósaman jarðveg. Hraðvaxta.
Loðvíðir
Harðgerður. Lágvaxinn runni með áberandi, gulum reklum og loðnum, gráum blöðum. Íslensk tegund. Þrífst best í sendnum jarðvegi.
Myrtuvíðir
Harðgerður. Verður um 1-1.5m á hæð. Smágerður og þéttgreinóttur runni.
Gljávíðir
Harðgerður. Þarf sendinn, vel framræstan jarðveg. Bæði notaður stakstæður og í limgerði. Getur orðið nokkuð stór, um 5-6 m Þolir vel klippingu. Er grænn nokkuð langt fram á haustið en laufgast fremur seint.
Strandavíðir
Harðgerður, vind- og saltþolinn karlklónn. Þolir vel klippingu og hentar vel í lág limgerði og sem formklipptir runnar. Blöðin dökkgræn og gljáandi.
Körfuvíðir 'Katrín'
Harðgerður, hraðvaxta runni. Þrífst best á sólríkum stað. Blöðin mjög löng og mjó og árssprotarnir langir, gulir og áberandi. Hentar vel í runnaþyrpingar. Gjarnan plantað við tjarnir og læki. Nefndur eftir Katrínu miklu.