Sígrænir runnar
Himalajaeinir 'Blue Carpet'
Sígrænn, harðgerður, jarðlægur runni. Þarf sólríkan, þurran vaxtarstað eða hálfskugga. Nálarnar bláleitar og greinarnar mynda fljótt þétta jarðvegsþekju. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Góð þekjuplanta í runnabeð og steinhæðir. Flæðir fallega fram af hverskyns hleðslum.
Dvergfura
Harðgerður og smávaxinn sígrænn runni. Þolir þurran, snauðan jarðveg og þrífst best í súrum, vel framræstum jarðvegi. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Skjól eða vetrarskýli fyrstu árin. Hentar vel í beð með lágum runnum og í þyrpingum. Til að halda honum þéttum er gott að stytta brumin árlega.