Á fjölskyldueplatréð eru ágrædd 3-4 yrki af eplum. Yrkin frjógva hvort annað, ekki þarf því annað tré á móti.
Súluepli 'Goldcats'
Súlulaga vöxtur og tekur því lítið pláss. Gulgrænn ávöxtur með rauðum blæ. Súrsætt bragð, líkist golden delicious eplunum. Þarf frjógjafa.
Súluepli 'Redcats'
Súlulaga vöxtur og tekur því lítið pláss. Rauð, súrsætt epli. Þarf frjógjafa.
Epli 'Summerred'
Sumaryrki. Vex mikið og þarf klippingu. Miðlungsstór, rauð og safarík epli ætluð til átu. Þarf frjógjafa.
Skrautepli 'Red Jade'
Skrautepli á stofni. Greinarnar hangndi. Blómknúppar bleikir en blómin sjálf eru hvít og ilmandi þegar þau opnast. Lítil rauð ber á haustin.
Skrautepli 'Royalty'
Skrautepli á stofni. Dumbrauð blöð og eldrauð blóm. Mjög fallegir haustlitir.
Skrautepli 'Rudolph'
Lítið tré, verður um 3-5m. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Blómstrar rauðbleikum blómum í júní. Getur þroskað lítil rauð ber undir haust.
Garðaepli 'Transparente Blanche'
Gamalreynt sumaryrki, hefur reynst vel hérlendis. Miðlungsstórt eða stórt, gulgrænt ilmandi og safaríkt epli. Gefur aldin fljótt. Sjálffrjóvgandi að nokkru leyti en betra ef annað tré er til staðar.
Sætkirsiber 'Sunburst'
Gefur einna stærst aldin allra sætkirsiberja, dökkrauð og bragðgóð. Best á sólríkum og skjólgóðum stað. Sjálffrjóvgandi.
Fuglaplóma 'Opal'
Þarf sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í næringarríkum jarðvegi. Þroskar sætar plómur í september. Sjálfsfrjóvgandi.
Súrkirsiber 'Fanal'
Þrífst best á skjólgóðum og sólríkum stað. 'Fanal' þykir með betri súrkirsiberjum. Er sjálffrjóvgandi og skilar mikilli uppskeru.
Súrkirsiber 'Sikkola'
Finnskt sumaryrki. Sjálfsfrjógvandi, en gott að vera með annað súrkirsuberja yrki með. Berin súr, góð í bakstur, sultur og saft.
Vínber 'Eddies blue wonder'
Stór blá-svört vínber. Frostþolin. Þrífst vel í köldum gróðurskála. Þarf sólríkan vaxtarstað og regulega vökvun. Er Klifurplanta eins og annar vínviður.
Vínber 'Sukribre'
Græn vínber. Frostþolin. Þrífst vel í köldum gróðurskála. Þarf sólríkan vaxtarstað. Er klifurplanta eins og annar vínviður.
Vínber 'Zilga'
Smágerð blá vínber. Frostþolin. Þarf súran jarðveg. Þrífst vel í köldum gróðurskála. Er klifurplanta eins og annar vínviður.
Berjablátoppur
Lauffellandi runni sem verður um 1.5-2m. Þarf sólríkan vaxtarstað. Fer æt ber sem hægt er að nota í matargerð.
Sólber 'Hedda'
Harðgerður, vindþolinn berjarunni. Ilmsterk svört ber í ágúst. Gefa mikla og góða uppskeru.
Sólber 'Nikkala´
Finnskt yrki sem er mjög harðgert og uppskerumikil, vill leggjast út og breiða úr sér.
Rauðrifs 'Jonikher van tetz'
Harðgert og skuggþolið. Þrífst best í rökum jarðvegi. Má nota í limgerði. Rauð ber í ágúst, mikil og góð uppskera. Stærri ber en á 'Röd Hollandsk'.
Rauðrifs 'Röd Hollandsk'
Harðgert og skuggþolið. Þrífst best í rökum jarðvegi. Má nota í limgerði. Rauð ber í ágúst, mikil og góð uppskera. Venjulegt rifs.
Stikilsber 'Himnomäki Gul'
Harðgert. Þarf skjólgóðan og sólríkan stað til að gefa góða uppskeru. Stór, gulgræn ber í ágúst - september. Verður 1-1,5 m hár.
Stikilsber 'Lepaan punainen'
Harðgert finnskt yrki. Þarf skjólgóðan og sólríkan stað til að gefa góða uppskeru. Stór, gulgræn ber í ágúst-september. Verður 1-1,5 m hár.
Rifs Hvítt
Teigsber
Blendingur hindbers og brómbers, upprunalega frá Skotlandi. Ílöng ber, súrsæt enn verða sætari því lengur sem þau eru á plöntunni. Lítið reynd, henta í kalt gróðurhús.
Brómber
Verður um 1-1.5m. Viðkvæmur runni. Ber myndast á greinum frá seinasta ári, því ber plantan ekki ber ef hún kelur. Sjálfsfrjógvandi planta sem ber svört ber. Þarf garðskála.
Brómber
Viðkvæmur runni. Ber myndast á greinum frá seinasta ári, því ber plantan ekki ber ef hún kelur. Sjálfsfrjógvandi planta sem ber svört ber. Þarf garðskála.
Hindber 'Gamla Akureyri'
Gamalt yrki frá Akureyri. Árviss uppskera, lítil og bragðgóð ber. Þyrnalítill runni sem kelur lítið. Dreifir sér með rótarskotum.
Hindber 'Glen ampel'
Fremur stór ber. Dreifir sér með rótarskotum. Þyrnalítill runni. Uppskeru meiri í köldu gróður húsi en hefur þó gefið uppskeru utandyra.
Týtuber
Lágvaxin og sígræn planta. Meðalstór, rauð ber myndast að hausti til. Dreifir sér með rótarskotum. Mikið notuð í sultur á Norðurlöndunum.